Íslensk orkumiðlun valinn söluaðili til þrautarvara

Á dögunum tók Orkustofnun ákvörðun um val á raforkusöluaðila til þrautarvara samkvæmt reglugerð nr. 1150/2019. Reglugerðin sem sett var síðastliðin desember af atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra lýsir hlutverki Orkustofnunar í vali á söluaðila til þrautarvara og reglur sem ber að fylgja við valið.

Sölufyrirtæki til þrautavara er valið það sölufyrirtæki sem hefur lægstan heildarkostnað við ætlaða raforkunotkun heimila. Heildarkostnaður er reiknaður út frá sex mánaða meðalkostnaði á birtu raforkuverði til heimila, miðað við 4.500 kwh raforkunotkun á ári, fyrst fyrir mánuðina mars til ágúst 2020. Þar með talið skal reikna seðil- og greiðslugjöld sem fylgja viðskiptunum í þessa sex mánuði.

Söluaðili til þrautarvara er valinn í 6 mánuði í senn og núverandi tímabili lýkur 31. október 2020.

Leiðbeiningar stofnunarinnar um val á sölufyrirtæki til þrautavara

Ákvörðun orkustofnunnar