Verðskrá til heimila

Almenn notkun
7,15 kr / kWst
5,77 kr / kWst án 24% VSK
Rafhitun
6,40 kr / kWst
5,77 kr / kWst án 11% VSK

Spurt og svarað

Get ég keypt rafmagn af Íslenskri Orkumiðlun óháð búsetu?

Já, Íslensk Orkumiðlun selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um land allt.

Kostar að skipta um raforkusala?

Það kostar ekkert að skipta um raforkusala. Hvorki sölufyrirtækjum rafmagns né dreifiveitum er heimilt að innheimta gjald af notendum fyrir að skipta um raforkusala.  

Hvernig skipti ég yfir til Íslenskrar Orkumiðlunar

Mjög auðvelt er að skipta um raforkusala. Hægt er að skipta um raforkusala og koma í viðskipti við Íslenska orkumiðlun hér beint á vefnum: Fyrirtæki eða Heimili. Íslensk orkumiðlun sér um allra skráningar í framhaldinu. Ekki er þörf á að setja upp aukabúnað og engin truflun verður á rafmagnsnotkuninni við skiptin.

Hvað tekur langan tíma að skipta yfir til Íslenskrar Orkumiðlunar

Segja þarf upp raforkusamningi með eins mánaða fyrirvara. Uppsögnin tekur gildi við næstu mánaðarmót að þeim tíma liðnum. Dæmi: Ef notandi ákveður í janúarmánuði að leita viðskipta við Íslenska orkumiðlun tekur samningur þar að lútandi gildi 1. mars.